Eitt met féll í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupinu 10. maí, en lengi er búið að bíða eftir því



|
|
English Fleiri myndir More photos
Góð þáttaka var í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupi þriðjudaginn 10. maí. Fimm hlauparar tóku þátt og jöfnuðu þar með ársmet í þátttöku sem sett var 1. mars og jafnað 8. mars.
En þátttökumetið var ekki eina metið sem féll, því Rúnar Páll sló persónulegt met sitt frá 30. nóvember á síðasta ári. Rúnar hljóp nú á 13:18, en hafði áður hlaupið best 13:34 þann 30. nóv. eins og áður var sagt. Rúnar var vel að þessu nýja meti kominn, en hann er búinn að vera nálægt því undanfarnar tvær vikur; í síðustu viku var hann 3 sekúndum frá því og í þarsíðustu viku jafnaði hann metið. Rúnar sannaði þar með hið fornkveðna að "þolinmæði þrautir vinnur allar", en þetta er einmitt eitt af lykilatriðunum í hlaupaheimspeki Sri Chinmoys. Til hamingju, Rúnar! Lesið umfjöllun um met Rúnars.
Annar hlaupari sem sló met er Ganagane, en hann bætti ársmet sitt frá 25. janúar um rúmlega tvær mínútur! Hann á þó enn tæpar 2 mínútur í allra besta tíma sinn, 16:21, sem kom 21. september.
Ágúst Örn og Víðir gerðu einnig harða hríð að persónulegum metum og voru hársbreidd frá því að ná markmiðum sínum. Ágúst var 4 sekúndum frá persónulegu meti sínu, 14:09, sem hann setti 26. apríl og Víðir var 2 sekúndum frá ársmeti sínu, 16:07, sem hann setti 8. mars.
Aðrir hlauparar áttu rólegan dag og kenndu æfingaleysis, en það stendur vonandi til bóta.
Úrslit (millitími eftir 1 mílu innan sviga):
- Rúnar Páll 13:18 (6:20)
- Ágúst Örn 14:13 (6:53)
- Víðir 16:09 (7:50)
- Ganagane 18:02 (8:36)
- Upajukta 19:38 (9:23)
|