Sri Chinmoy (1931-2007)

Sri Chinmoy lagði áherslu á að jafnvægi í lífsvenjum skapi samræmi og innri frið. Lífsspeki hans er öðrum hvatning til að stunda líkamsrækt og íþróttir sem lið í að umbreyta lífi sínu. 

Hann stofnaði Sri Chinmoy Maraþon liðið, sem árlega stendur fyrir hundruðum íþróttaviðburða og keppnishlaupa víðsvegar um heiminn.

Sri Chinmoy tilheyrir indverskri andlegri hefð, ásamt Sri Ramakrishna (1836-1883), Swami Vivekananda (1850-1902) og Sri Aurobindo (1872-1950), en síðastliðin 150 ár hafa þessir andlegu meistarar staðið fyrir endurvakningu Yoga iðkunar sem samræmir gamla vedantíska yoga siði við lífsmunstur okkar nútímasamfélags. Í kenningum er mikil áhersla lögð á gildi líkamlegrar heilsu, einkum ástundun íþrótta, sem partur af andlegri iðkun sem sækist eftir að skynja okkar guðlega eðli á jarðneska sviðið

„Á Jörðinni eru ótal margir sem ekki trúa á innri styrk eða innri tilveru, þeim finnst að hið efnislega sé allt og sumt. Ég er ekki sammála þeim,” segir Sri Chinmoy. „Innri tilvera er til, andinn er til, geta mín til að lyfta þungum hlutum sannar að hann er jafnframt að verki í efninu. Ég lyfti með líkamanum en aflið til þess kemur frá innri uppsprettu, frá bænum mínum og hugleiðslu.”