Eitt persónulegt met og eitt ársmet var slegið í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupi, 29. mars



|
|
English
Skoðið fleiri myndir hér
View more photos here
Það rigndi nokkuð en annars var veðrið gott fyrir hlauparana tvo sem tóku þátt í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupinu þriðjudaginn 29. mars síðastliðinn.
Enda lét árangurinn ekki á sér standa: Rúnar Páll kom fyrri í mark á tímanum 13:48. Þetta var fyrsta hlaup Rúnars síðan 1. febrúar og hljóp hann á besta tíma sínum í ár, en fyrr átti hann best 14:09, sem kom 25. janúar.
Þetta verður að teljast góð innkoma hjá Rúnari. Vinnu sinnar vegna hefur hann verið fjarverandi í tæpa tvo mánuði, en tími hans í þessu fyrsta hlaupi eftir hlé er aðeins 14 sekúndum frá allra besta tíma hans, 13:34, sem kom 30. nóvember. Rúnar verður því að teljast til alls líklegur í næstu hlaupum.
Ágúst gerði hins vegar gott betur en Rúnar, þó hann kæmi á hæla honum í mark, því Ágúst setti nýtt persónulegt met, 14:18. Tími Ágústs er þriggja sekúndna bæting á fyrra meti, 14:21, sem kom 15. mars, og hefur Ágúst nú þríbætt persónulegt met sitt í marsmánuði, en þessar framfarir hófust í hlaupinu 1. mars er Ágúst hljóp á 14:24 og bætti met sitt frá 7. september um 14 sekúndur.
Segja má að Ágúst sýni nú viðlíka framfarir og Rúnar Páll sem fjórbætti persónulegt met sitt á tímabilinu 12. október-30. nóvember í fyrra. Reyndar voru framfarir Rúnars stórstökkari í sekúndum talið, en framfarir beggja eiga það þó alla veganna sameiginlegt að vera sprottnar úr hinum hvetjandi orðum Sri Chinmoys um stöðugar eigin framfarir (self-transcendence).
Úrslit:
- Rúnar Páll 13:48
- Ágúst 14:18
Gjörið svo vel og skoðið fleiri myndir hér |