Það var mikið gleði og hamingja hjá mönnum þegar fyrsta tjarnarhlaupið fór fram eftir nokkurt hlé. Menn hafa beðið óþreyjufullir í allt sumar eftir því að fá að keppa og var því búist við mörgum keppendum að þessu sinni.
Það fór þó á annan veg því aðeins þrír hlauparar mættu til leiks, en það voru þeir Rúnar Páll, Andrés Ramon og Upajukta.

Þetta var fyrsta Tjarnarhlaupið hjá Rúnari Páli á þessu ári en hann mætti síðast þann 6. desember á síðasta ári, en hann var í sumar að hlaupa í alþjóðlega vináttuhlaupinu í evrópu og er hann því í feiknaformi um þessar mundir.
Það fór líka svo að hann hljóp á sínum besta tjarnarhlaupstíma frá upphafi og óskum við honum til hamingju með það. Það er bara vonandi að hann haldi sér í sama formi og nái að bæta tímann enn betur.
Það voru svo Andrés og Upajukta sem lentu í öðru og þriðja sæti en þeir komu beint af mjög erfiðri hlaupaæfingu og tóku því lífinu með ró í þetta sinn.

Því miður náðust engar myndir af keppendunum því ákveðinn aðili sem hafði lofað að mæta og taka myndir sveik það loforð og þykir okkur það miður. Í staðin verða gamlar og góðar myndir settar inn and margt eftirminnilegt gerst í þau tvö ár sem Tjarnarhlaupið hefur staðið yfir.
Úrslit:
- Rúnar 12:17
- Andrés 14:13
- Upajukta 14:43
