Tjarnarhlaup 2. maí
Þeir voru nú nokkuð jafnir fyrri hringinn en í seinni hringnum þá náði Upajukta að stinga af og hljóp á sínum besta tíma á þessu ári. Að sjálfsögðu óskum við honum til hamingju með það! Úrslit:
|
Þeir voru nú nokkuð jafnir fyrri hringinn en í seinni hringnum þá náði Upajukta að stinga af og hljóp á sínum besta tíma á þessu ári. Að sjálfsögðu óskum við honum til hamingju með það! Úrslit:
|
Fyrsta formlega Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi fór fram sunnudaginn 20. febrúar. Fjórir tóku þátt og hlupu 2 km
English Meðlimir Sri Chinmoy maraþonliðsins hafa nú um nokkra hríð verið að hittast á sunnudögum til að skokka saman. Skemmtiskokk þessi hafa verið skemmtilegt innlegt inn í hlaupaumræðuna og því gerði fréttaritari srichinmoyraces.org/is sér ferð á hlaupið síðasta sunnudag. Það má því segja að hlaupið síðasta sunnudag hafi verið fyrsta formlega sunnudagsskokkið. Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudögum er ávallt hlaupið í Laugardalnum og hefst upp úr kl.12. Hlaupið er frá innganginum að Laugardalslaug og þar er líka endað. Síðastliðinn sunnudag var hlaupið í gegnum tjaldstæðin og grasagarðinn og til baka fyrir ofan Laugardalsvöllinn. Þessi hringur er 2 km. Reyndar var rætt um að breyta leiðinni, enda eru sunnudagsskokkin enn að þróast og breytast og hafa ekki náð sinni endanlegu mynd. Jafnframt var ekki tekinn formlegur tími á hlaupurunum síðasta sunnudag, en það kann líka að breytast. Fjögur tóku þátt síðasta sunnudag, systurnar Kristbjörg og Selma, aldursforsetinn Suballabha, sem einnig er skipuleggjandi hlaupanna og Rúnar Páll, en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupunum. Vinnu sinnar vegna á Rúnar erfitt með að komast í Tjarnarhlaupin og því eru sunnudagsskokkin tilvalin fyrir hann. |
Það voru tvö hörkutól sem mættu í Tjarnarhlaup 8. nóvember síðastliðinn og stóðu sig einsog hetjur. Þetta voru þeir Víðir og Upajukta sem eru þekktir fyrir að kalla ekki allt ömmu sína enda mikil heljarmenni þarna á ferð. Víðir byrjaði á því að leiða hlaupið en þegar langt var liðið á fyrsta hring náði Upajukta að skjóta sér framúr og hélt forystunni allt til enda. Tímarnir voru kannski ekki til að hrópa húrra fyrir en haft var eftir þeim köppum eftir hlaupið að mikil ísing á leiðinni hefði leitt til þess að hægja þurfti verulega á ferðinni og því hafi þeir ekki náð að halda fullu stími alla leiðina. Svo gekk sú saga eftir hlaupið að Víðir hefði borðað nokkur súkkulaðistykki rétt fyrir hlaupið og því ekki verið eins léttur á fæti oh hann hefði kosið. Annars höfðu bæði hlauparar og mótshaldarar bæði gagn og gaman af þessu hlaupi og voru heimsmálin rædd langt frameftir kvöldi að hlaupi loknu. Úrslit karlaflokki:
|
![]() ![]() ![]() |
Andrés sigraði að sjálfsögðu og virðist hann vera farinn að slaka heldur á enda enginn sem er nálægt því að ógna honum. Úrslit:
|
Þrjár kjarnakonur skokka Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudaginn 20. mars.
English
Það voru þrjár kjarnakonur sem héldu uppi heiðri skokkaranna í Sri Chinmoy maraþonliðinu sunnudaginn síðasta, 20. mars - pálmasunnudag. Þær Pujarini, Steinunn og Viktoría létu það ekki á sig fá þó vindurinn blési aðeins og kul væri í lofti, heldur skokkuðu af öryggi og höfðu gaman af.
Þessar valkyrjur kalla nú heldur ekki allt ömmu sína og nægir að nefna hetjudáðir Viktoríu sem hefur synt fjölda sjósunda, þar á meðal Breiðafjarðarsund.
Það er nú samt von fréttaritara að strákarnir láti ekki sitt eftir liggja og taki þátt í næsta skemmtiskokki, þó vissulega geti það fyllt hvern mann lotningu að skokka með þessum kjarnakonum. Á sama hátt eru stelpurnar hvattar til að stíga niður af sínum goðumlíka stalli og taka þátt í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupinu, en þar hefur engin kona hlaupið síðan 12. október 2004. |
Kuldi, hvassviðri og náttúrulega myrkur, settu svip sinn á Self-Transcendence Tjarnarhlaupið 11. október síðastliðinn. Það var þó engan bilbug á hlaupurunum að finna. Aðstæður voru vitanlega ekki fullkomnar og litu því engin ný met dagsins ljós. En menn eru ekki í þessum hlaupum bara til að bæta metin sín, heldur til að hlaupa í góðum félagsskap og iðka þá list að gefast aldrei upp, en það er atriði sem skipar veglegan sess í heimspeki Sri Chinmoy. Hvað um það. Snatak var mættur aftur til leiks og kom langfyrstur í mark. Hugsanlega saknaði hann Andrésar, sem veitti honum verðuga keppni fyrir tveimur vikum, því tími Snataks var meira en hálfri mínútu verri nú. Í fjarveru Andrésar tryggði Oddur sér annað sætið örugglega, en Oddur hefur verið að hlaupa á afar traustum tímum síðan hann hóf þátttöku í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupunum. Næst þegar betur viðrar er Oddur afar líklegur til að bæta sig. Hinsvegar var hörð keppni um 3. sætið og þar öttu þeir kappi félagarnir Víðir og Upajukta. Víðir var á undan allan tímann og kom þannig í mark, en ekki munaði það miklu; aðeins 5 sekúndur skildu kappana að. Við fáum vonandi að sjá meira af þessu milli þessara góðu félaga. Úrslit:
|
Að þessu sinni var það Upajukta Ágústsson sem nýtti sér fjarveru Andrésar Ramon og sigraði nokkuð örugglega þrátt fyrir harða baráttu í byrjun. Strax í byrjun hlaupsins tók Víðir forystuna og og leiddi hópinn lengst af í fyrri hring. Þarna héldu menn að loksins væri tími Víðis kominn og að hann myndi sigra hlaupið örugglega. Annað kom þó á daginn og sprakk Víðir áður en hlaupið var hálfnað og endaði að lokum í síðasta sæti. Við vonum bara að Víðir láti þetta ekki á sig fá í næsta hlaupi og haldi áfram að koma á óvart. Annars gerðist það helst að Ágúst náði að bæta tíma sinn verulega frá síðasta hlaupi og virðist sem það hafi bara verið létt upphitun, það er því spurning hvað hann gerir í framtíðinniÚrslit:
|
Þrír hlupu Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi, 27. febrúar síðastliðinn
English Skokkararnir í Sri Chinmoy maraþonliðinu láta engan bilbug á sér finna; það sást sunnudaginn síðastliðna, 27. febrúar, þegar annað opinbera Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi fór fram. Þrír tóku þátt að þessu sinni, Rúnar Páll og systurnar Kristbjörg og Selma, en þau voru öll með fyrir viku. Einungis vantaði Suballabha frá því síðast. Hann mætti reyndar í Laugardalinn reiðubúinn að hlaupa, en var þá kallaður frá í mikilvæga erindagjörð. Hlaupinn var hinn hefðbundni 2 km hringur að þessu sinni og enn er ekki farið að mæla opinbera tíma, enda er á þessari stundu ekki víst hvort af því verði. Sunnudagsskokkið er öllu óformlegra en Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupið og ef til vill er bara ágætt að halda því þannig, í það minnsta upp á tilbreytinguna að gera. |
Það leit allt út fyrir að enginn hlaupari tæki þátt í tjarnarhlaupinu síðasta þriðjudag en það rættist úr því og fjórir hlauparar mættu til leiks. Aðstæður voru eins góðar og hægt er að hugsa sér á þessum árstíma, stillt veður og hægt að spegla sig í tjörninni. Snatak kom fyrstu í mark og hefur hann nú sigrað þrjár vikur í röð, og hefur hann tekið við af Andrési sem áskrifandi af fyrsta sætinu. Snatak bætti tíma sinn frá síðustu viku um 27 sekúndur og er aldrei að vita nema Snatak haldi áfram að bæta sig á næstu vikum. Hartmann náði öðru sæti þó svo hlaupið hafi verið byrjað þegar hann mætti, hann var þó fljótur að ná hinum köppunum og náði örugglega öðru sætinu og hljóp hann á sama tíma og síðast þegar hann hljóp í tjarnarhlaupinu. Ágúst og Víðir öttu svo kappi um þriðja og fjórða sætið og hafði Ágúst betur í þeirri baráttu nokkuð örugglega. En þess má get að Ágúst mætti beint úr smíðavinnunni sem hann er í þessa dagana og hljóp hann nánast með hamarinn í annarri hendinni og sögina í hinni. Úrslit:
|
![]() ![]() ![]() |
En þó það hafi ekki verið margir hlauparar þá verður þetta að teljast eitt mest spennandi hlaup sem farið hefur fram norðan alpafjalla. Þetta voru þeir Hartmann og Upajukta en þeir nánast héldust í hendur allt hlaupið og komu í mark á nákvæmlega sama tíma. Þess má þó geta að Hartmann var ekki heill heilsu en hann þjáðist af kvefi sökum frjókorna í lofti. Upajukta hinsvegar var í fullu fjöri og bætti sinn besta tíma á þessu ári aðra vikuna í röð! Það er því nokkuð ljóst að stífar æfingar undanfarin misseri eru farin að skila sér. Úrslit:
|
Kalt og rok
Þau undur og stórmerki gerðust að kvenmaður mætti til leiks í Tjarnarhlaupið 25. október síðastliðinn, en eftir að hafa talað við elstu menn þá ku það síðast hafa gerst á árinu 2004 Annars voru úrslitin eftir bókinni, Andrés Ramon mætti aftur eftir nokkurst hlé og hljóp á 13 mínútum sléttum og sigraði örugglega. Þetta er þó nokkuð frá hans besta an þess má geta að aðstæður voru langt frá því að vera góðar, stíf norðanátt og frost. Hartmann náði öðru sæti og bætti tíma sinn frá síðustu viku um 21 sekúndu og verður það að teljast glæsilegt þarf sem aðstæður voru mun verri núna heldur en í síðustu viku. Upajukta varð svo þriðji nokkuð örugglega og skeiðaði í mark með sínum glæsilega hlaupastíl sem hann er heimfrægur fyrir. Víðir og Ganagane börðust svo hatrammri baráttu um fjórða sætið og hafði Víðir betur að lokum og sýndi Ganagane engin grið enda Víðir aldrei verið þekktur fyrir neitt annað Vegna mistaka í skráningu þá ljáðist mótshöldurum að fá nafn hjá einu konunni sem mætti til leiks og þykir þeim það miður. Viljum við byðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og lofum að gera þetta aldrei aftur. Úrslit karlaflokki:
Úrslit kvennaflokki:
|
Baráttan um annað sætið var lengi vel mjög hörð á milli Brynjars, Upajukta og Víðis, en á lokakaflanum þá tók Brynjar á mikinn sprett og stakk þá búðingsbræður af án þess að hafa mikið fyrir því. Víðir byrjaði hlaupið reyndar í miklum ham einsog hann er að verða frægur fyrir en gaf svo heldur mikið eftir á lokakaflanum, og var hann næstum búinn að missa Einar framúr sér en Einar er afar reyndur hlaupari sem kann eflaust einhver brögð til að klekkja á keppinautunum. Úrslit:
|
Það var góða mæting í Tjarnarhlaupinu 29. nóvember en alls mættu 5 hlauparar til leiks. Mátti þar meðal annars sjá þá Andrés Ramon og Rúnar Pál en þeir hafa ekki sést svo lengi sem elstu menn muna, en ásstæðan fyrir því er að Rúnar var að hlaupa í Vináttuhlaupinu í september og október og Andrés hefur verið upptekinn við nám. Það fór líka svo að þeir félagar börðust um fyrsta sætið enda báðir í feiknagóðu formi um þessar mundir. Reyndar voru uppi vangaveltur um hvort Rúnar Páll hefði þjófstartað en eftir mikið japl jaml og fuður þá var ákveðið að líta framhjá því að þessu sinni, því þrátt fyrir að hafa lagt af stað á undan hinum þá náði Andrés að sigra nokkuð örugglega og verður Rúnar því að finna uppá einhverjum öðrum bellibrögðum ef hann ætlar sér sigur næst. Hartmann varð svo þriðji á ágætis tíma en hann hafði einmitt sett persónulegt met í síðustu viku en mátti sætta sig við aðeins lakari tíma að þessu sinni, enda er ekki auðvelt að bæta sig í hverri viku og er það líka heimspeki Sri Chinmoy að betra er að bæta sig hægt og rólega. Keppnin um fjórða sætið var þó langmest spennandi en það voru þeir félagar og bumbubræður Víðir og Upajukta sem háðu harða en heiðarlega baráttu. Víðir var á undan Upajukta nærri því allt hlaupið en Upajukta náði að læða sér framúr á endasprettinum. Kenndi Víðir um miklum verkjum í meltingafærum sínum því að hann hefði misst Upajukta framúr sér og tökum við þá afsökun góða og gilda eins og allar aðrar sem Víðir kemur með. Svo má ekki gleyma senuþjófi kvöldsins, en það var hann Ágúst Örn sem kom færandi hendi með pizzur handa keppendum og vakti það mikla lukku allra þeirra sem voru viðstaddir. Úrslit karlaflokki:
|
![]() ![]() ![]() |
Þetta mun vera u.þ.b. 300% aukning frá síðasta hlaupi ef útreikningar eru réttir. Það var auðvitað Andrés sem sigraði örugglega en Hartmann sem var í öðru sæti er þó aðeins farinn að nálgast Andrés og er aldrei að vita hvað gerist seinna í sumar, en Hartmann hljóp á sínum besta tíma í þessu hlaupi. Nú Brynjar stal svo öðru sætinu af Upajukta með því að stinga sér framúr á síðustu metrunum en Upajukta er þekktur fyrir að tapa á lokasprettinum og eru fræg einvígi hans við Davíð fyrir nokkrum árum en hann hefur reyndar ekki sést lengi og gengur sú saga að Davíð forðist aöll hlaup sem heitan eldinn. Svo má reyndar ekki gleyma Gangane sem mætti aftur eftir nokkurt hlé og kom mönnum nokkuð á óvart með því að ná góðum tíma, en það voru flestir búnir að afskrifa hann fyrir hlaupið. Úrslit:
|
![]() ![]() ![]() |
Var þetta með mest spennandi hlaupum sem hafa farið fram lengi en þetta voru allt mjög jafnir hlauparar og var ómögulegt að spá fyrir um hver færi með sigur af hólmi. Það fór þó svo að Brynjar kom fyrstur í mark aðeins tíu sekúndum á undan Suren sem varð annar sem varð svo hins vegar tíu sekúndum á undar Gústa sem rak lestina en þarf þó lítið að skammast sín fyrir það. Úrslit:
|
Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að Andrés Ramon kæmi fyrstur í mark, en það virðist enginn hafa tærnar þar sem hann hefur hælana. Upajukta varð svo annar, á undan Víði sem varð þriðji. Þeir félagar hafa oft háð harða keppni í tjarnarhlaupinu og þótt Upajukta hafi oftast haft betur, þá má hann hafa sig allan við svo að Víðir sjái ekki við honum. Nú í lok hlaupsins voru svo dægurmálin rædd og keppendur gæddu sér á svokölluðum "fingrum"..
|
Here are the results from the Sri Chinmoy 2 mile race in Reykjavik Iceland. Eleven runners finished despite strong wind and heavy rain.
![]() ![]() |
Að þessu sinni var ekki mikið um líkt og í síðustu viku enda buðu aðstæður kannski ekki uppá það og svo verður líklega erfitt að bæta metið hans Kára Steins sem hann setti í síðustu viku. Sigurvegari að þessu sinni var Vignar Már Lýðsson og hljóp hann á 11:32 en Vignir er aðeins 17 ára gamall og því mikið efni hér á ferð. Annar var svo Jón Jóhannsson á 11:41 og þriðji var svo Elvar Örn Hjaltason en hann stal þriðja sætinu frá Tómasi Guðmundssyni á síðustu metrunum þrátt fyrir að Tómas gæfi sig allan í lokasprettinn þá rétt náði Elvar að vera á undan og lá Tómas óvígur á eftir. |
Úrslit karlaflokki:
Úrslit kvennaflokki:
Andrés sigraði auðvitað og tekur því varla að nefna það enda hefur hann ekki tapað svo lengi sem elstu menn muna. Það var svo Hartmann sem mætti í fyrsta sinn á þessu ári og gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta tíma um rúma hálfa mínútu! Hann hafði best náð 13:55 6. desember á síðasta ári og hefur hann því tekið heimspeki Sri Chinmoy sér til fyrirmyndar hann segir að menn geti alltaf bætt sig. Síðastan skal svo nefna Upajukta en hann var ekki að blanda sér í toppbaráttuna að þessu sinni. Úrslit:
|
Meðlimir íslenska Sri Chinmoy maraþonliðsins hlaupa með einum helsta ofurmaraþonhlaupara Finnlands.
English version Í maímánuði síðastliðnum brugðu þrír hlauparar úr íslenska Sri Chinmoy maraþonliðinu undir sig betri fætinum og sóttu Finnland heim. Það voru ég (Suren), Snatak og Ganagane. Í Finnlandi tókum við hús á Ashprihanal Aalto, en hann er einn helsti ofurmaraþonhlaupari Finnlands og meðlimur Finnlandsdeild samtaka okkar. Ashprihanal hefur sigrað þrisvar í 3100 mílna hlaupi, sem hið alþjóðlega Sri Chinmoy maraþonlið heldur á ári hverju, en stuttu eftir heimsókn okkar bætti hann einmitt þriðja sigrinum við. Það kom því ekki annað til greina en að fá að hlaupa með meistaranum. Ashprihanal var reyndar að hvíla sig eftir 6 daga hlaup sem hann hafði nýlega hlaupið, svo úr varð stutt skokk í miðbæ Helsinki. Í för með okkur slógust Jigyasu og Jatnaban úr finnska Sri Chinmoy maraþonliðinu og úr varð hið allra skemmtilegasta hlaup í sól og blíðu. Ekki varð hjá því komist að taka eftir athyglisverðum hlaupastíl Ashprihanals; það er eins og hann skoppi áfram frekar en hlaupi. Með þessu er ég ekki að reyna að kasta rýrð á hlaupastíl hans, eða hann sem hlaupara, heldur, þvert á móti, gæti ég trúað að þetta væri afar sniðugur hlaupastíll. Ég get ímyndað mér að með þessu móti lágmarki hann orkueyðsluna og álagið á líkamann, enda er það nauðsynlegt þegar menn eru að hlaupa í 110 km á dag í 46 daga. Þegar á allt er litið var þetta afar skemmtileg og árangursrík heimsókn og skemmtileg minning sem við tókum með okkur heim. Já! og við létum taka mynd af okkur við styttu af hlaupagoðsögninni Paavo Nurmi. |
Þá er komið að því að við leggjum í hann – fyrir stefnu er ævintýraferð í hlaup við Jökulsá á fjöllum. Ég fékk far með Rúnari Jenssyni, sem kom sér vel, því hann er á jeppa. Hinsvegar má segja að það hafi verið dæmigert íslenskt að við ætluðum okkur að leggja af stað kl.14, en vorum ekki komnir út úr bænum fyrr en kl.17.30. Kannski var þetta þó ekki svo slæmt, ef á allt er litið – við sluppum við alla umferðarteppu, sem verður að teljast gott um Verslunarmannahelgi. Kannski voru allir hinir fyrr á ferðinni. Það tekur ekki meira en hálftíma eftir að komið er út úr borginni að maður byrjar að finna mun á sér. Landið í allri sinni fegurð og hreinleika hellist bókstaflega yfir mann og maður finnur hvernig orkubyrðirnar endurnýjast. Auðvelt er að tapa sér í fegurð landsins, hvort sem það eru hinir skörpu litir þar sem konunglega bláu árnar mæta grænum hlíðunum, stórbrotin og ægileg fjöll og gljúfur, eða einfaldlega dulúðlegar skýjamyndir og birta frá hinni íslensku sumarsól. Við vorum í stöðugu símasambandi við Ganagane og Andrés, sem keyrðu á undan okkur – þá vantaði greinilega einhvern félagsskap! Síðan, þegar við vorum loksins að ná leiðarenda, hringir Ganagane í okkur og biður okkur að taka bensín á Húsavík, því hann er hræddur um að verða bensínlaus. Við gerum það að sjálfsögðu og öðlaðist þá okkur tækifæri til að skoða Húsavík í allri sinni kyrrð. Það var miðnætti þegar við komum og varla sála á ferð. En fólkið á bensínstöðinni var afskaplega hjálplegt og elskulegt við okkur (eru það ekki allir á landsbyggðinni?). Þó þau væru í raun búin að loka, björguðu þau okkur um bensínbrúsa og svo, þegar í ljós komin að sjálfsafgreiðslan virkaði ekki hjá þeim, lóðsuðu þau okkur einfaldlega á næstu bensínstöð. Svona á þetta að vera! Frá kyrrðinni í Húsavík tók við enn meiri kyrrð og, mér er næst að segja, auðn, þangað til við komum á Skúlagarð þar sem við gistum. Þar var okkur tekið með virktum og við lóðsaðir inn á herbergi. Er ég var að festa svefn fann ég sætleika dagsins færast yfir mig. Fyrsti áfangi ferðarinnar var að baki og gaf fögur fyrirheit. |