Einungis tveir hlauparar tóku þátt í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupi þriðjudaginn síðasta, 8. febrúar.

English version
Það var kalt og hált við Tjörnina þriðjudagskvöldið síðasta, 8. janúar, þegar sautjánda Self-Transcendence Tjarnarhlaupið fór fram. Veðrið var nokkurs konar samblanda af fannferginu 16. nóvember og svellinu 30. nóvember.
Aðeins tveir hlauparar létu sjá sig að þessu sinni og börðust hetjulega við náttúruöflin. Náttúran lætur þó ekki að sér hæða og varð Andrés t.a.m. fyrir því að renna á hausinn. Hann lét það þó ekki á sig fá, stóð upp og kláraði hlaupið með sóma, minnugur hvatningarorða Sri Chinmoys þess efnis að gefast ekki upp.
En vitaskuld eiga báðir hlauparar hrós skilið fyrir það eitt að vera með undir þessum kringumstæðum.
Engin met voru slegin að þessu sinni, enda væri slíkt aðeins á færi ofurmenna.
Úrslit:
- Andrés 13:46
- Upajukta 16:30
