Til þess að bjarga Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupinu frá þeirri hneisu að falla niður gekk fréttaritarinn Suren 2 mílur, þriðjudag 15. febrúar
English
Það var með nokkurri von í brjósti sem Suren, fréttaritari og myndatökumaður þessarar síðu, mætti til leiks á Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupið þriðjudagskvöldið síðasta, 15. febrúar.
Það kom honum því óþægilega á óvart að þar skyldi enginn hlaupari bíða hans - og það þrátt fyrir að veðrið hefði skánað og gert hefði mikla þíðu frá því í erfiða hlaupinu vikuna áður.
Nú voru góð ráð dýr. Hringingar í nokkra þekkta hlaupara sem ekki var svarað, sannfærði fréttaritarann um að þessi þátttaka, eða öllu heldur þetta þátttökuleysi, yrði ekki umflúin.
Eftir stutt hvetjandi símtal við kvefaðan, rúmliggjandi skipuleggjanda hlaupanna, Ganagane, festi fréttaritarinn bakpokann á, skellti þrífætinum á öxlina og gekk 2 mílna Tjarnarhlaupshringinn og setti um leið þrjú met: 1) Versti tími, 2) Besti tími gangandi þátttakanda (enginn annar hefur gengið allar 2 mílurnar), 3) Besti tími gangandi þátttakanda með bakpoka og þrífót (met sem ekki er líklegt að verði slegið í bráð).
Self-Transcendence Tjarnarhlaupin hafa haldið göngu sinni sleitulaust síðan 7. september (það var reyndar gert hlé á þeim frá 30. nóvember til 18. janúar, en það var með vilja gert) og fréttaritarinn gat alls ekki hugsað sér að vera viðstaddur þegar hlaupið félli niður í fyrsta sinn, þaðan af síður þar sem þetta var tuttugasta hlaupið.
Auk þess rifjuðust upp sögur Sri Chinmoys af andlegum mönnum sem fluttu fyrirlestra sína jafnvel þegar enginn mætti. Boðskapurinn með þessum sögum og hlaupinu 15. febrúar er á einhvern hátt sá sami - að þegar málstaðurinn er góður er þess virði að framkvæma hlutina, veita þjónustu sína, jafnvel þó að enginn mæti.
Hin ómissandi eftirhlaupsmynd var tekin af geðugum enskum ferðamanni sem lét ekki nafns síns getið.
Úrslit (millitími eftir 1 mílu innan sviga):
- Suren 35:00 (17:00)