English version

Skammdegi og votviðri hafði ekki áhrif á hlauparana þrjá sem tóku þátt í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupinu þriðjudagskvöldið síðasta, 2. nóvember.

Andrés Ramón sigraði örugglega á tímanum 12:32, en athyglisverðastur er tími Rúnars Páls Gígja, sem hljóp á 14:09. Rúnar heldur stöðugt áfram að bæta sig; hann átti áður best 14:21, sett í hlaupinu 12.október, og þar áður átti hann best 15:25.
Það sem er einkar athyglisvert í þessu er að Rúnar heldur áfram að bæta sig þrátt fyrir að vetur færist yfir og aðstæður haldi áfram að versna. Það má því segja að Rúnar sé lifandi dæmi um það að keppa við sjálfan sig og bæta sig, en það er stór þáttur í heimspeki Sri Chinmoys.

Úrslit (millitími eftir 1 mílu sýndur innan sviga):
- Andrés Ramón 12:32 (6:14)
- Rúnar Páll Gígja 14:09 (6:50)
- Víðir Sigurðsson 16:47 (8:03)