



|
|
English
Fleiri myndir hér.
More photos here.
Eftir öll metin sem hafa fallið í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupunum undanfarið, bæði í síðustu viku, þarsíðustu viku og þarþarsíðustu viku, var óvenjulega rólegt í hlaupinu 22. mars. Aðeins tveir tóku þátt og hvorugum tókst að setja nýtt met - ekki einu sinni nýtt ársmet. Þetta myndi reyndar teljast fullkomlega eðlilegt að öllu jöfnu, en eftir uppganginn undanfarið eru menn farnir að búast við meiru.
Hvað um það, Víðir varð í efsta sæti. Segja má að þetta sé einskonar met, því þetta er í fyrsta sinn sem Víðir lendir í efsta sæti. Áður átti Víðir best 3. sæti þrjár vikur í röð, 2. nóvember, 9. nóvember og 16. nóvember. Tími Víðis, 16:36, var hins vegar nokkuð frá hans bestu tímum, 29 sekúndur frá ársmetinu, 16:07, sett í þarsíðustu viku, og 44 sekúndur frá hans allra besta tíma, 15:52, sem kom 12. október. Víðir verður að herða sig aðeins ef hann ætlar að bæta metin sín.
Davíð lenti í öðru og síðasta sætinu. Davíð hefur aldrei lent ofar en í öðru sæti, en hann hefur tvisvar áður lent þar, 21. og 28. september. Í þau skipti hljóp Davíð reyndar á talsvert betri tíma. Nú hljóp hann á 17:26, sem er 28 sekúndum frá ársmetinu, 16:58, sem kom 8. mars og heilum 3 mín. og 26 sekúndum frá sínum allra besta tíma, 14:00, sem kom 14. september. Davíð á því nokkuð verk fyrir höndum ef hann ætlar að slá metin sín, en á móti kemur að hann ætti að eiga nóg inni fyrir því að bæta tímann sinn.
Þegar allt er tekið með í reikninginn þá ættu þessir tveir hlauparar að hafa ágætis möguleika á að setja ný met á næstunni. Þeir ættu að minnsta kosti að geta bætt núverandi tíma og, eins og Sri Chinmoy hefur bent á, þá eru allar framfarir gleðigjafi, jafnvel þó það séu litlar framfarir.
Skoðið fleiri myndir hér
Úrslit:
1. Víðir 16:36
2. Davíð 17:26
|