Fjórir skokka Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi 13. mars þrátt fyrir leiðindaveður og aðra tálma
English
Fleiri myndir hér
More pictures here

Það var svo sannarlega ekki skemmtilegt veðrið sem tók á móti skokkurunum í Sri Chinmoy maraþonliðinu er þeir lögðu upp í sitt vikulega Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi 13. mars síðastliðinn.

Veðrinu er best lýst sem svo að það hafi verið sannkallað gluggaveður - sólin skein og úti var fallegt, en á sama tíma var hitastig vel undir frostmarki auk þess sem Kári lét að sér kveða.
En þeir fjórir hlauparar sem tóku þátt létu það ekki á sig fá, þau Ágúst, Pujarini, Suballabha og Viktoría. Suballabha var þó sýnu verr settur en hin, því hann hafði ekki tíma til að skipta í almennileg hlaupaföt - hvað þá hlaupaskó. Hann lét sig þó hafa það að vera með, enda alltaf hressilegt að skokka í Laugardalnum í góðra vina hópi.

Sem fyrr var fréttaritari þessarar síðu með myndavélina á lofti og tók nokkrar myndir af umhverfinu sem hægt er að sjá hér.