Víðir Sigurðsson setti langþráð persónulegt met í Tjarnarhlaupi, þriðjudag 24. maí



|
|
English Fleiri myndir More photos
Eftir að hafa verið nálægt því í síðustu viku og enn nær því í þarsíðustu viku, tókst Víði Sigurðssyni loks að setja nýtt persónulegt met í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupi þriðjudaginn 24. maí.
Það mátti búast við því að ársmetið hans Víðis, 16:07, sem hann setti 8. mars síðastliðinn, félli fyrr eða síðar, sem það og gerði. En Víðir lét ekki staðar numið við ársmetið heldur setti hann einnig persónulegt met. Gamla metið, 15:52, hefur staðið óhaggað síðan 12. október á síðasta ári, en Víðir átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að bæta það og skildu að lokum 50 sekúndur nýja metið og gamla metið að. Nýja metið er því 15:02. Til hamingju með glæsilegt nýtt met, Víðir! Hægt er að lesa meira um vegferð Víðis að nýju meti hér.
Þessi árangur kom Víði sjálfum mest á óvart, en þetta er enn eitt dæmið um það að "allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi", en þetta viðhorf leikur einmitt stórt hlutverk í hlaupaheimspeki Sri Chinmoys.
Upajukta er síðan smám saman að komast í betra form; hann hljóp nú á 17:15, sem er tæpri mínútu betur en í síðustu viku.
Úrslit:
- Víðir 15:02
- Upajukta 17:15
|