Strákarnir í Sri Chinmoy maraþonliðinu eru nýbyrjaðir að spila knattspyrnu á nýjan leik. Fréttaritari þessarar síðu leit við laugardaginn 12. mars


|
|
English
Skoðið fleiri myndir hér
More photos here
Eftir langt hlé hafa strákarnir í Sri Chinmoy maraþonliðinu hafið knattspyrnuiðkun á nýjan leik. Sem fyrr er hist á laugardagsmorgnum og rifja menn þá upp gamla takta og sýna fótafimi sína. Fréttaritari þessarar síðu leit við laugardaginn síðasta, 12. mars, en þá var leikurinn í hámæli og fengu ýmsir snilldartaktar að líta dagsins ljós.
Upajukta sýndi hvernig á að fagna marki og Rúnar Páll sýndi hvernig á að sóla menn upp úr skónum á meðan Andrés sýndi suðræna knattspyrnudansa. Davíð sýndi fyrirtaks varnarvinnu og Ganagane sýndi vöðvana, en Ágúst og Víðir fengu ekki að sýna mikið, því þeir voru í marki - a.m.k. þann tíma sem fréttaritari var á staðnum.
Alla ofangreinda takta og fleiri til er hægt að finna í máli og myndum hér
|