Fimm Íslendingar hlupu í Self-transcendence maraþonhlaupinu


|
|
English version
Fleiri myndir hér!
Fimm hlauparar úr Íslandsdeild Sri Chinmoy maraþonliðsins hlupu nýlega hið árlega Self-transcendence maraþonhlaup, sem alþjóðlega Sri Chinmoy maraþonliðið stendur fyrir, en hlaupið fór að þessu sinni fram miðvikudaginn 25. ágúst.
Þessir hlauparar voru þau Snatak, Andrés, Upajukta, Davíð og Steinunn. Ganagane hóf einnig þátttöku, en varð að hætta eftir hálft maraþon vegna eymsla.
Self-transcendence maraþonhlaupið er hlaupið í fallegum garði í uppsveitum New York borgar og voru aðstæður í ár eins og best verður á kosið.
Þetta er í þriðja sinn sem hlaupið er haldið og alltaf hafa Íslendingar átt fulltrúa.
Tímar íslensku hlauparanna að þessu sinni voru:
Karlaflokkur:
- Snatak 3:23:29
- Andrés 3:27:29
- Upajukta 4:47:49
- Davíð 6:16:06
Kvennaflokkur:
- Steinunn 6:22:49
Tímar þriggja efstu í karla- og kvennaflokki voru:
Karlaflokkur:
- Gyula Szabo 2:32:33
- Horst Felgitscher 2:41:57
- Gregor Buser 2:42:06
Kvennaflokkur:
- Dhavala Stott 3:10:57
- Garbitashri Webster 3:14:43
- Narmada Heer 3:20:04
Vinsamlegast skoðið fleiri myndir hér
|