Þrír hlupu Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi, 27. febrúar síðastliðinn


|
|
English
Skokkararnir í Sri Chinmoy maraþonliðinu láta engan bilbug á sér finna; það sást sunnudaginn síðastliðna, 27. febrúar, þegar annað opinbera Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudegi fór fram.
Þrír tóku þátt að þessu sinni, Rúnar Páll og systurnar Kristbjörg og Selma, en þau voru öll með fyrir viku. Einungis vantaði Suballabha frá því síðast. Hann mætti reyndar í Laugardalinn reiðubúinn að hlaupa, en var þá kallaður frá í mikilvæga erindagjörð.
Hlaupinn var hinn hefðbundni 2 km hringur að þessu sinni og enn er ekki farið að mæla opinbera tíma, enda er á þessari stundu ekki víst hvort af því verði. Sunnudagsskokkið er öllu óformlegra en Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupið og ef til vill er bara ágætt að halda því þannig, í það minnsta upp á tilbreytinguna að gera.
|