Here are the latest results from the extremely popular icelandic 2 mile race.


|
|
|
Að þessu sinn öttu 13 hlauparar kappi í hinu vikulega Sri Chinmoy Tjarnarhlaupi, en þetta er 2 mílna hlaup sem er haldið á þriðjudagskvöldum klukkan 19:00 hjá ráðhúsi Reykjavíkur ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
Nú líkt og svo oft áður þá varð einhver að vera fyrstur og tók Elvar Þór Karlsson það hlutverk að sér að þessu sinni. Hann var rúmri mínútu á undan næsta manni og var því sigur hans með nokkrum yfirburðum.
Elvar var víst eitt sinn spurður hvort hann æfði mikið hlaup en hann svaraði því neitandi og er mönnun því mikil ráðgáta hvar hann fær allt þetta þol.
Það var svo hún Katrín Sif Stefánsdóttir sem var fyrst í kvennaflokki og var sigur hennar aldrei í hættu því hún hélt forystu frá fyrstu mínútu.
|
Úrslit karlaflokki:
- Elvar Þór Karlsson 11:52
- Gunnar Örn Arnarsson 13:06
- Árni Þór Freysteinsson 13:10
- Gísli Vilberg Hjaltason 14:39
- Ingi Karl Reynisson 14:46
- Aðalsteinn Geirsson 15:52
- Erlendur Pálsson 16:45
- Guðmundur Sæmundsen 17:18
- Bjarni Magnús Erlendsson 18:56
Úrslit kvennaflokki:
- Katrín Sif Stefánsdóttir 15:29
- Hildur Arnarsdóttir 16:46
- Berglind Eva Benediktsdóttir 16:52
- Hulda Guðrún Bragadóttir 23:34