Tjarnarhlaup 14. nóvember
Nine runners fought bravely against ice cold and strong north wind


|
|
|
Þrátt fyrir nístingskulda þá mættu 9 hlauparar til leiks í Sri Chinmoy tjarnarhlaupið þriðjudaginn 14. nóvember og létu frostið ekkert á sig fá.
En kuldinn var svo mikill að kúlupennar hættu að skrifa og norðuljósin frusu, eða svona nánast.
Annars var það hann Þórólfur Ingi sem sigraði að þessu sinni og sigraði hann í sínu fyrsta tjarnarhlaupi og óskum við honum til hamingju með það.
Svo var það Katrín Sif sem sigraði aðra vikuna í röð og verður gaman að sjá hvað sigurganga Katrínar mun endast lengi. |
Úrslit karlaflokki:
- Þórólfur Ingi Þórsson 11:37
- Óskar Jakobsson 12:34
- Elvar Örn Hjaltason 12:35
- Arnar Þór Sævarsson 14:35
- Uffe Hjorth 14:40
- Már Karlsson 15:56
- Guðmundur Sæmundsen 17:31
Úrslit kvennaflokki:
- Katrín Sif Stefánsdóttir 16:20
- Hulda Guðrún Bragadóttir 24:48