Here are the results from the Sri Chinmoy 2 mile race in Reykjavik Iceland. Eleven runners finished despite strong wind and heavy rain.


|
|
|
Þrátt fyrir rok og rigningu þá létu ellefu hlauparar það ekki stoppa sig í að hlaupa Sri Chinmoy Tjarnarhlaupið þann 10. október. Enda eru íslendingar ekki frægir fyrir að láta smá haustlægð stoppa sig í að skokka nokkur skref í kringum tjörnina.
Að þessu sinni var ekki mikið um líkt og í síðustu viku enda buðu aðstæður kannski ekki uppá það og svo verður líklega erfitt að bæta metið hans Kára Steins sem hann setti í síðustu viku.
Sigurvegari að þessu sinni var Vignar Már Lýðsson og hljóp hann á 11:32 en Vignir er aðeins 17 ára gamall og því mikið efni hér á ferð.
Annar var svo Jón Jóhannsson á 11:41 og þriðji var svo Elvar Örn Hjaltason en hann stal þriðja sætinu frá Tómasi Guðmundssyni á síðustu metrunum þrátt fyrir að Tómas gæfi sig allan í lokasprettinn þá rétt náði Elvar að vera á undan og lá Tómas óvígur á eftir.
|
Úrslit karlaflokki:
- Vignir Már Lýðsson 11:32
- Jón Jóhannsson 11:41
- Elvar Örn Hjaltason 11:46
- Tómas Guðmundsson 11:47
- Hinrik Stefánsson 12:18
- Annas Sigmundsson 12:53
- Hrólfur Gestsson 13:14
- Hilmar Leó Ludvigsson 14:29
- Arnar Þór Sævarsson 14:39
- Kári Tryggvason 14:52
Úrslit kvennaflokki:
- Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir 15:07