Aðeins þrír hlauparar mættu til leiks í Self trancendence tjarnarhlaupið 5. júlií. Það á sér þó sýnar eðlilegur skýringar þar sem margir hlauparar voru að tala þátt í Alþjóðlega vináttu hlaupinu eða World harmony run.
Andrés Ramon sigraði örugglega á tímanum 11:55 og er hann smá saman að komast í sitt besta form eftir tveggja mánaða hvíld. Hafa borist sögusagnir um að Andrés sé að hlaupa allt að 30km á dag og er því ekki spurning hvort heldur hvenær setur persónulegt met.
Annar varð svo Suren á 13:35. Suren hefur verið að láta sjá sig sem þáttakandi í tjarnarhlaupunum uppá síðkastið en hann hefur frekar verið þekktur fyrir að vera maðurinn á bakvið myndavélina og einnig sem tímavörður.

Raúl varð svo þriðji á tímanum 13:57 en hann er vinur Andrésar og var að keppa í fyrsta sinn. Hann sýndi mikla keppnishörku og náði að fylgja Suren framan af en varð svo að gefa eftir á loka sprettinum. Það verður gaman að fylgjast með Raúl í framtíðinni því hann virðist vera efni í ágætis hlaupara.

Úrslit (millitími eftir 1 mílu innan sviga):
- Andrés 11:5 (5:55)
- Suren 13:35 (6:53)
- Raúl 13:57 (6:54)
