Tveir hlaupa rólegt Tjarnarhlaup 12. júlí


|
|
Það var rólegt yfir öllu þriðjudaginn síðasta, 12. júlí, er 24. Self-Transcendence Tjarnarhlaup þessa árs fór fram. Aðeins tveir þátttakendur mættu til leiks og hlupu þar að auki frekar rólega og voru langt frá því að setja ný met.
Á þessu er vitanlega eðlileg skýring. Hlauparar Sri Chinmoy maraþonliðsins hafa verið uppteknir við það síðustu tvær vikur að hlaupa hið mikla World Harmony Vináttuhlaup hringinn í kringum Ísland. Að þessu sinni voru allir hlaupararnir, utan þessir tveir sem tóku þátt í Tjarnarhlaupinu, staddir einhvers staðar á Ólafsfirði um það leyti sem Tjarnarhlaupið fór fram og voru því löglega afsakaðir.
Þeir Ágúst og Víðir, hlaupararnir sem eftir voru í bænum, voru aukinheldur þreyttir eftir að hafa hlaupið í Vináttuhlaupinu í síðustu viku og fóru sér því engu óðslega. En þeir tóku a.m.k. þátt og ber að virða það við þá.
Úrslit:
- Ágúst 14:30 (7:08)
- Víðir 16:23 (7:46)
|