Þrjár kjarnakonur skokka Self-Transcendence skemmtiskokk á sunnudaginn 20. mars.

 |
|
English
Það voru þrjár kjarnakonur sem héldu uppi heiðri skokkaranna í Sri Chinmoy maraþonliðinu sunnudaginn síðasta, 20. mars - pálmasunnudag. Þær Pujarini, Steinunn og Viktoría létu það ekki á sig fá þó vindurinn blési aðeins og kul væri í lofti, heldur skokkuðu af öryggi og höfðu gaman af.
Þessar valkyrjur kalla nú heldur ekki allt ömmu sína og nægir að nefna hetjudáðir Viktoríu sem hefur synt fjölda sjósunda, þar á meðal Breiðafjarðarsund.
Það er nú samt von fréttaritara að strákarnir láti ekki sitt eftir liggja og taki þátt í næsta skemmtiskokki, þó vissulega geti það fyllt hvern mann lotningu að skokka með þessum kjarnakonum. Á sama hátt eru stelpurnar hvattar til að stíga niður af sínum goðumlíka stalli og taka þátt í Self-Transcendence 2 mílna Tjarnarhlaupinu, en þar hefur engin kona hlaupið síðan 12. október 2004.
|