Sri Chinmoy tilheyrir indverskri andlegri hefð, ásamt Sri Ramakrishna (1836-1883), Swami Vivekananda (1850-1902) og Sri Aurobindo (1872-1950), en síðastliðin 150 ár hafa þessir andlegu meistarar staðið fyrir endurvakningu Yoga iðkunar sem samræmir gamla vedantíska yoga siði við lífsmunstur okkar nútímasamfélags. Í kenningum Sri Aurobindos og Sri Chinmoys er mikil áhersla lögð á gildi líkamlegrar heilsu, einkum ástundun íþrótta, sem partur af andlegri iðkun sem sækist eftir að skynja og birta okkar guðlega eðli á jarðneska sviðið.
Fyrir Sri Chinmoy hefur ástundun hlaupa sérstakt gildi þar sem þessi líkamlega þjálfun getur gefið hlaupurum innsýn í æðri og dýpri veruleika sem býr innra með okkur. Til að lesa meira af því sem Sri Chinmoy hefur skrifað um þetta efni á ensku, smellið hér...