Three inspired runners participated in the weekly icelandic 2 mile pond race and had to fight against deep snow, ice and cold wind.
Eftir alla snjókomuna helgina á undan þá voru það þrír hlauparar sem létu klofdjúpan snjó ekki stoppa sig í að taka þátt í hinu geysi vinsæla Sri Chinmoy Tjarnarhlaupi þriðjudaginn 21. nóvember.
Það endaði svo með því að Börkur Árnason bar sigur úr bítum eftir harða baráttu við Ágúst Geir Ágústsson en Ágúst var vopnaður mannbroddum í hálkunni og virkuðu þeir víst nokkuð vel en undir lokin fóru þeir að taka aðeins meira í og því varð Ágúst að gefa eftir sigurinn á lokasprettinum.
Svo var það Fjóla Dröfn sem sigraði kvennaflokkinn mjög örugglega enda var hún eini kvenmaðurinn sem lagði í þetta hlaup á þessu vetrarkvöldi.
Úrslit karlaflokki:
- Börkur Árnason 13:07
- Ágúst Geir Ágústsson 13:28
Úrslit kvennaflokki:
- Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir 15:24