Eftir að hafa tekið sér frí í síðasta hlaupi þá mætti Andrés Ramon í Tjarnarhlaupið á nýjan leik og sigraði örugglega einsog fyrri daginn.
Andrés var þó nokkuð frá besta tíma sínum á þessu ári, enda er ekki auðvelt að bæta sig í hvert skipti.
Baráttan um annað sætið var lengi vel mjög hörð á milli Brynjars, Upajukta og Víðis, en á lokakaflanum þá tók Brynjar á mikinn sprett og stakk þá búðingsbræður af án þess að hafa mikið fyrir því.
Víðir byrjaði hlaupið reyndar í miklum ham einsog hann er að verða frægur fyrir en gaf svo heldur mikið eftir á lokakaflanum, og var hann næstum búinn að missa Einar framúr sér en Einar er afar reyndur hlaupari sem kann eflaust einhver brögð til að klekkja á keppinautunum.
Síðastur en alls ekki sístur var svo Ganagane en hann mætti í nýjum skóm og einnig nýjum forláta hlaupagalla og lýsti því yfir að það yrði ekki langt í það hann færi að berjast um efstu sætin og menn skyldu því allsekki vanmeta Ganagane í framtíðinni.
Úrslit:
- Andrés 11:45
- Brynjar 14:39
- Upajukta 15:14
- Víðir 16:05
- Einar 16:20
- Ganagane 18:37
|