

|
|
Það leit allt út fyrir að enginn hlaupari tæki þátt í tjarnarhlaupinu síðasta þriðjudag en það rættist úr því og fjórir hlauparar mættu til leiks. Aðstæður voru eins góðar og hægt er að hugsa sér á þessum árstíma, stillt veður og hægt að spegla sig í tjörninni.
Snatak kom fyrstu í mark og hefur hann nú sigrað þrjár vikur í röð, og hefur hann tekið við af Andrési sem áskrifandi af fyrsta sætinu. Snatak bætti tíma sinn frá síðustu viku um 27 sekúndur og er aldrei að vita nema Snatak haldi áfram að bæta sig á næstu vikum.
Hartmann náði öðru sæti þó svo hlaupið hafi verið byrjað þegar hann mætti, hann var þó fljótur að ná hinum köppunum og náði örugglega öðru sætinu og hljóp hann á sama tíma og síðast þegar hann hljóp í tjarnarhlaupinu.
Ágúst og Víðir öttu svo kappi um þriðja og fjórða sætið og hafði Ágúst betur í þeirri baráttu nokkuð örugglega. En þess má get að Ágúst mætti beint úr smíðavinnunni sem hann er í þessa dagana og hljóp hann nánast með hamarinn í annarri hendinni og sögina í hinni.
Úrslit:
- Snatak 12:08 (6:10)
- Hartmann 14:38
- Ágúst 16:13 (7:45)
- Víðir 16:47 (8:07)
|