seint koma sumir en koma þó..
Það leit allt út fyrir að Upajukta yrði eini keppandinn í Tjarnarhlaupinu þriðjudaginn 15. nóvember og hugsað hann sér gott til glóðarinna og hugðist sigra hlaupið örugglega, en rétt fyrir hlaup þá mættu Kristbjörg og íslandsvinurinn Hubert til leiks og voru því sigurvonir Upajukta fyrir bí.

Það var hinn viðkunnalegi austurríkismaður og íslandsvinur hann Hubert sem sigraði örugglega og bætti tíma sinn um rúma hálfa mínútu frá því fyrir tveim vikum þegar hann keppti síðast. Þetta er afar glæsilegur árangur því það er ekki hægt að segja að aðstæður fari batnandi núna eftir því sem við förum lengra inní veturinn og er greinilegt að hann fer eftir heimspeki Sri Chinmoy en hann talar einmitt um að menn geti alltaf bætt sig..
Það hefði verið gaman að sjá Hubert bæta sig enn frekar á næstu vikum en það verður víst ekki af því þar sem hann er nú alfarinn til síns heimalands.

Einsog áður hefur komið fram þá sá Upajukta fram á langþráðan sigur en sá draumur varð að engu þegar Hubert mætti á svæðið. Upjukta hljóp þó á ágætis tíma og má alveg vera stoltur af frammistöðu sinni.
Kristbjörg sigraði svo kvennaflokkinn örugglega, en hún hefur sigrað í öllum þeim hlaupum sem hún hefur tekið þátt í enda hefur hún einatt verið í eini keppandinn í þeim flokki. Hún var aðeins 7 sekúndum frá sínum besta tíma sem hún setti í hlaupinu 25. október.
Úrslit karlaflokki:
- Hubert 13:27
- Upajukta 15:37
Úrslit kvennaflokki:
- Kristbjörg 16:38