Það var loksins krýndur nýr sigurvegari í Self Transcendens Tjarnarhlaupinu þann 7. mars síðastliðinn.
Að þessu sinni var það Upajukta Ágústsson sem nýtti sér fjarveru Andrésar Ramon og sigraði nokkuð örugglega þrátt fyrir harða baráttu í byrjun.
Strax í byrjun hlaupsins tók Víðir forystuna og og leiddi hópinn lengst af í fyrri hring. Þarna héldu menn að loksins væri tími Víðis kominn og að hann myndi sigra hlaupið örugglega. Annað kom þó á daginn og sprakk Víðir áður en hlaupið var hálfnað og endaði að lokum í síðasta sæti. Við vonum bara að Víðir láti þetta ekki á sig fá í næsta hlaupi og haldi áfram að koma á óvart.
Annars gerðist það helst að Ágúst náði að bæta tíma sinn verulega frá síðasta hlaupi og virðist sem það hafi bara verið létt upphitun, það er því spurning hvað hann gerir í framtíðinni
Úrslit:
- Upajukta 15:05
- Ágúst 16:17
- Einar 16:24
- Ágúst 16:58
|