

|
|
Það var margt um manninn í síðasta Tjarnarhlaupi þessa árs þriðjudaginn 6. desember og féllu mörg met þetta kvöld sem sýnir hversu góður andi var yfir hópnum og menn almennt jákvæðir.
Alls voru 7 hlaupara sem mættu til leiks og fór það svo einsog oft áður að Andrés Ramon sigraði og bætti tímann sinn um 32 sekúndur frá síðasta hlaupi. Það er óhætt að segja að Andrés sé sigurvegari Tjarnahlaupsins á þessu ári en hann hefur nánast alltaf sigrað þegar hann hefur tekið þátt.
Næstu þrír hlauparar sem komu í mark settu allir persónulegt met í Tjarnarhlaupinu og óskum við þeim til hamingju með það. Frystan skal nefna Rúnar Pál sem bætti sinn besta tíma um 7 sekúndur og fór í fyrsta skipti undir 13 mínútur. Svo var það Hartmann sem bætti sig um 10 sekúndur en hann hafði áður átt best 14:05 og var því að hlaupa í fyrsta skipti undir 14 mínútum. Síðust en allsekki síst var það svo hún Kristbjörg sem bætti sig um heila 1 mínútu og 40 sekúndur! Þetta er auðvitað frábær árangur og verður hún að teljast sigurvegari kvöldsins.
Þrír síðustu í mark voru svo Upajukta, Brynjar sem var að hlaupa í fyrsta skipti og Víðir rak svo lestina en eftir að hafa slegið í gegn í síðustu viku þá tók Víðir því heldur rólega núna og tölti örugglega í mark.
Þar sem þetta var síðasta Tjarnarhlaupið á þessu ári þá voru veglegar veitingar í lok hlaups og mátti þar sjá Pizzur, heitt kakó, súkkulaði og ýmislegt fleira góðgæti og tók fólk vel til matar síns enda flestir búnir að vinna fyrir því að þessu sinni.
Úrslit karlaflokki:
- Andrés 12:15
- Rúnar Páll 12:53
- Hartmann 13:55
- Upajukta 15:11
- Brynjar 15:35
- Víðir 16:51
Úrslit í kvennaflokki:
- Kristbjörg 14:51
|