|
|
English version
Snatak kom fyrstur í mark í Jökulsárhlaupinu, sem haldið var í fyrsta sinn laugardaginn síðastliðinn, 31. júlí. Tími Snataks var 2 tímar, 34 mínútur og 24 sekúndur, en vegalengdin er 32,7 km. Í öðru sæti varð Björn Halldórsson á tímanum 2.42;21 og í 3. sæti varð Andrés á 2.46;45. Efst kvenna var Áslaug Helgadóttir á tímanum 3.12;03. Snatak og Áslaug munu fá nafn sitt ritað á skjöld sem mun standa við innganginn að Ásbyrgi um ókomna tíð.
Aðspurður sagði Snatak að sigurinn hefði komið sér skemmtilega á óvart; hann hefði fyrst og fremst hlaupið til að hafa gaman af. Hann bætti því við að aðstæður hefðu verið eins og best verður á kosið, sólríkt en samt svalandi andvari, og hrósaði heimamönnum fyrir umgjörðina, en sem dæmi má nefna að alls voru 9 vatnsstöðvar á leiðinni.
Hlaupið var í fallegu umhverfi þjóðgarðsins við Jökulsá á fjöllum. Hlaupið hófst við Dettifoss, þaðan var hlaupið fram hjá Hólmatungu, inn í Vesturdal, fram hjá Hljóðaklettum og lauk svo hlaupinu í Ásbyrgi.
Það voru 8 félagar úr Sri Chinmoy maraþonliðinu sem tóku þátt í hlaupinu, en heildartala þátttakenda var 88. Þau Snatak, Andrés, Upajukta, Ganagane og Steinunn hlupu öll í lengra hlaupinu, og komust öll í mark, en þeir Unnar Þór, Rúnar J. og Rúnar Páll hlupu styttri vegalengd, sem einnig var boðið upp á, 13,7 km, og komust allir í mark.
Þrír efstu í karlaflokki:
1.Snatak 2.34;24
2.Björn Halldórsson 2.42;21
3.Andrés 2.46;45
Þrjár efstu í kvennaflokki:
1.Áslaug Helgadóttir 3.12;03
2.Guðrún K. Sæmundsdóttir 3.28;24
3.Herdís Klausen 3.28;32
Heildarúrslit má finna á kelduhverfi.is
Suren slóst í för með hlaupurunum og skrifaði ferðapistil sem hægt er að lesa hér |