We endlessly speculate what it is about the Bay Run which makes this course so appealing – constant proximity to water, smooth flat wide pathways, the bonhomie of morning joggers and dog-walkers… Whatever your reasons, it’s one week to Christmas – enjoy!
Park at the end of Glover St, Lilyfield. On-the-day registration opens at 6.45 am and closes at 7.55 am, with races starting from 8 am.
Enter online for this race only.
Einsog beljur á svelli
|
|
Það voru miklar hetjur sem mættu í Self-Transcendence tjarnahlaupið 1. nóvember og hlupu á svelli nánast allan tímann. Einsog við mátti búast þá hægði þetta á flestum keppendum en samt voru sumir sem létu smá klaka ekkert á sig fá.
Einsog venjulega var það Andrés sem sigraði örugglega og bætti tíma sinn um heila sekúndu frá síðasta hlaupi. Virðist því sem Andrés kunni bara vel við sig á svelli og í kulda.
Hubert var svo annar en hann kemur frá Salzburg í Austurríki og er hérna á íslandi í eina viku. Þótt hann hafi ekki náð að sigra Andrés þá sýndi hann hinum íslendingunum að þeir eiga þónokkuð í land með að komast í mannsæmandi form og vonum við að menn fari að taka sig á og bæta árangur sinn enda er það heimspeki Sri Chinmoy að menn reyni ávallt að bæta sig.
Annars voru úrslitin eftir bókinni ef svo mætti segja, Hartmann varð þriðji mjög örugglega enda varð Upajukta rúmri mínútu á eftir honum í fjórða sæti og náði aldrei að ógna Hartmann.
Víðir sigldi svo örugglega í fimmta sæti í mark á tímanum 18:43 og mun þetta víst vera einn af hans lökustu tímum sem sögur fara af.
Nú svo er það kvennaflokkurinn en þar sigraði Kristbjörg með yfirburðum enda eini keppandinn í þeim flokki. Það væri því gaman ef fleiri konur mættu í hlaupið og hleyptu einhverri spennu í kvennaflokkinn.
Úrslit karlaflokki:
- Andrés 12:59
- Hubert 14:08
- Hartmann 15:08
- Upajukta 16:18
- Víðir 18:43
Úrslit kvennaflokki:
- Kristbjörg 17:13
|